Sögulegt faðmlag við Bjössa í World Class Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 11:30 Reynir Traustason fer um víðan völl í spjallinu við Sölva. Reynir Traustason er einn reyndasti blaðamaður Íslandssögunnar hefur ritstýrt fjölmörgum fjölmiðlum og oft komist í fréttir fyrir að lenda upp á kant við fólk vegna fréttaflutnings. Reynir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Reynir var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum eftir fréttaflutninginn af Árna Johnsen „Ég hef oft verið flokkaður sem ólíkindatól af valdhöfum, sem mér finnst góð einkunn. En ég hef aldrei verið í neinum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Pabbi var í honum og afi, þannig að það var ekki um neitt annað að ræða en að ég væri í Sjálfstæðisflokknum líka. En þeir skráðu mig úr flokknum eftir Árna Johnsen málið. Það er stundum talað um að það sé erfitt að komast úr stjórnmálaflokkum, en ég þurfti að berjast fyrir því að komast aftur inn, af því að ég vildi fá aðgang að hlutum. Sjálfstæðisflokkurinn er með fallega stefnu varðandi einstaklingsframtakið og annað í þeim dúr, en hann hefur ekkert fylgt þeirri stefnu í mörg ár,“ segir Reynir. Hann segir í þættinum frá því þegar hann og Bjössi í World Class hittust nýlega eftir opinberar deilur. Kostaði tíu milljónir „Ef menn hugsa til baka til blaðamanna og ritstjóra sem hafa verið reknir, þá er verðmiðinn á mér 10 milljónir. Bjössi í World Class borgaði 10 milljónir til að komast inn í DV til að geta látið reka mig. Þar með komust andófsöflin í meirihluta og hann sagðist opinberlega vilja losna við mig. Það sem hafði farið verst í hann var hliðarmál vegna Árna Johnsen málsins sem hann tengdist og við fjölluðum um. En við Bjössi hittumst í skötuveislu fyrir ekki svo löngu og það fraus allt þegar við mættumst, svolítið eins og í sögunni um Þyrnirós. En svo féllumst við lauslega í faðma og ég tók eina selfie af okkur og mér þykir vænt um Bjössa eins langt og það nær. Ég bar allavega virðingu fyrir því að hann kom hreint fram og sagði bara beint út að hann vildi losna við mig. Það er mun betra en þegar þetta gerist á bak við tjöldin og menn eru stungnir í bakið.“ Reynir ræðir í þættinum um erfiða stöðu blaðamanna á Íslandi sem eru óþægilegir við valdhafa vegna smæðar landsins. „Þú ert með menn sem hafa skúbbað feitt, gert mjög góða hluti og verið í eldlínunni, eins og Helgi Seljan og Jóhannes Kr. og fleiri og fleiri. En það er ráðist á þessa menn og þeir verða svona eins konar „persona non grada“ þegar skjólinu sleppir. Segjum nú sem svo að Sjálfstæðisflokknum takist að koma RÚV undir sig og Helgi yrði rekinn, hvert á hann að fara? Jóhannes Kr. hvert á hann að fara þegar hann er búinn að gera umfjöllun sem er vond fyrir valdhafa? Ísland er lítið land og mér leið á tímabili eins og eina leiðin fram hjá þessu væri að eiga fjölmiðilinn sjálfur og á tímabili var ég stærsti einstaki eigandinn á DV.“ Hefur losað sig við hálft tonn Reynir segir frá tímabilinu þegar hann var farinn að óttast um líf sitt vegna offitu og heilsuleysis og ákvað að taka sig í gegn. „Ég er reyndar líklega búinn að létta mig um 500 kíló samanlagt í gegnum tíðina. En þegar ég ákvað að taka mig í gegn fyrir alvöru, þá gerðist það eftir ein áramótin þegar var orðinn 140 kíló. Ég hafði hætt að reykja og bætti í kjölfarið á mig 30 kílóum. Ég átti flottustu pípurnar í bænum og hafði reykt mikið, en ég fór með dóttur minni út í garð og við grófum holu og ég jarðaði pípurnar og við fórum saman með hugvekju um að ég væri hættur að reykja. En í kjölfarið þyngdist ég hratt,“ segir Reynir en þegar hann var búinn að þyngjast um þessi 30 kíló ákvað hann að eina leiðin til að ná árangri væri að gefa út yfirlýsingu opinberlega „Til að halda mér ábyrgum. Ég stofnaði blogg sem hét „báráttan við holdið“ og sagðist ætla á Hvannadalshnjúk eftir eitt ár og svo Mont Blanc í framhaldinu. Að vísu liðu 3 ár þar til ég komst upp á Mont Blanc, en þetta var gæfa mín að gera þetta svona. Síðan 2010 er ég búinn að fara á yfir 2100 tinda. Að vísu er hægt að fara 4 ferðir á toppinn á Úlfarsfellið sama daginn og það telur sem 4 tindar, en ég fór mest 350 fjallgöngur á einu ári. En ég held að þetta sé það sem hafi bjargað mér, af því að ég verð svo manískur þegar ég set mér markmið og geri allt til að standa við það. Mataræðið og lífsstílinn byrjaði að batna samhliða fjallgöngunum. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki tekið mig í gegn fyrir tíu árum. Ég var reykingamaður, ég var offitusjúklingur og svo var ég í versta djobbi á Íslandi sem ritstjóri DV með alla streituna sem því fylgdi. Nú hef ég tekið reykingarnar út, létt mig og lét svo reka mig af DV.“ Í þættinum ræða Reynir og Sölvi um sjómennskuna, áratuga feril í fjölmiðlum, hvernig Reynir tók heilsu sína í gegn þegar hann óttaðist um líf sitt og margt fleira. Þáttinn má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Reynir Traustason er einn reyndasti blaðamaður Íslandssögunnar hefur ritstýrt fjölmörgum fjölmiðlum og oft komist í fréttir fyrir að lenda upp á kant við fólk vegna fréttaflutnings. Reynir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Reynir var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum eftir fréttaflutninginn af Árna Johnsen „Ég hef oft verið flokkaður sem ólíkindatól af valdhöfum, sem mér finnst góð einkunn. En ég hef aldrei verið í neinum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Pabbi var í honum og afi, þannig að það var ekki um neitt annað að ræða en að ég væri í Sjálfstæðisflokknum líka. En þeir skráðu mig úr flokknum eftir Árna Johnsen málið. Það er stundum talað um að það sé erfitt að komast úr stjórnmálaflokkum, en ég þurfti að berjast fyrir því að komast aftur inn, af því að ég vildi fá aðgang að hlutum. Sjálfstæðisflokkurinn er með fallega stefnu varðandi einstaklingsframtakið og annað í þeim dúr, en hann hefur ekkert fylgt þeirri stefnu í mörg ár,“ segir Reynir. Hann segir í þættinum frá því þegar hann og Bjössi í World Class hittust nýlega eftir opinberar deilur. Kostaði tíu milljónir „Ef menn hugsa til baka til blaðamanna og ritstjóra sem hafa verið reknir, þá er verðmiðinn á mér 10 milljónir. Bjössi í World Class borgaði 10 milljónir til að komast inn í DV til að geta látið reka mig. Þar með komust andófsöflin í meirihluta og hann sagðist opinberlega vilja losna við mig. Það sem hafði farið verst í hann var hliðarmál vegna Árna Johnsen málsins sem hann tengdist og við fjölluðum um. En við Bjössi hittumst í skötuveislu fyrir ekki svo löngu og það fraus allt þegar við mættumst, svolítið eins og í sögunni um Þyrnirós. En svo féllumst við lauslega í faðma og ég tók eina selfie af okkur og mér þykir vænt um Bjössa eins langt og það nær. Ég bar allavega virðingu fyrir því að hann kom hreint fram og sagði bara beint út að hann vildi losna við mig. Það er mun betra en þegar þetta gerist á bak við tjöldin og menn eru stungnir í bakið.“ Reynir ræðir í þættinum um erfiða stöðu blaðamanna á Íslandi sem eru óþægilegir við valdhafa vegna smæðar landsins. „Þú ert með menn sem hafa skúbbað feitt, gert mjög góða hluti og verið í eldlínunni, eins og Helgi Seljan og Jóhannes Kr. og fleiri og fleiri. En það er ráðist á þessa menn og þeir verða svona eins konar „persona non grada“ þegar skjólinu sleppir. Segjum nú sem svo að Sjálfstæðisflokknum takist að koma RÚV undir sig og Helgi yrði rekinn, hvert á hann að fara? Jóhannes Kr. hvert á hann að fara þegar hann er búinn að gera umfjöllun sem er vond fyrir valdhafa? Ísland er lítið land og mér leið á tímabili eins og eina leiðin fram hjá þessu væri að eiga fjölmiðilinn sjálfur og á tímabili var ég stærsti einstaki eigandinn á DV.“ Hefur losað sig við hálft tonn Reynir segir frá tímabilinu þegar hann var farinn að óttast um líf sitt vegna offitu og heilsuleysis og ákvað að taka sig í gegn. „Ég er reyndar líklega búinn að létta mig um 500 kíló samanlagt í gegnum tíðina. En þegar ég ákvað að taka mig í gegn fyrir alvöru, þá gerðist það eftir ein áramótin þegar var orðinn 140 kíló. Ég hafði hætt að reykja og bætti í kjölfarið á mig 30 kílóum. Ég átti flottustu pípurnar í bænum og hafði reykt mikið, en ég fór með dóttur minni út í garð og við grófum holu og ég jarðaði pípurnar og við fórum saman með hugvekju um að ég væri hættur að reykja. En í kjölfarið þyngdist ég hratt,“ segir Reynir en þegar hann var búinn að þyngjast um þessi 30 kíló ákvað hann að eina leiðin til að ná árangri væri að gefa út yfirlýsingu opinberlega „Til að halda mér ábyrgum. Ég stofnaði blogg sem hét „báráttan við holdið“ og sagðist ætla á Hvannadalshnjúk eftir eitt ár og svo Mont Blanc í framhaldinu. Að vísu liðu 3 ár þar til ég komst upp á Mont Blanc, en þetta var gæfa mín að gera þetta svona. Síðan 2010 er ég búinn að fara á yfir 2100 tinda. Að vísu er hægt að fara 4 ferðir á toppinn á Úlfarsfellið sama daginn og það telur sem 4 tindar, en ég fór mest 350 fjallgöngur á einu ári. En ég held að þetta sé það sem hafi bjargað mér, af því að ég verð svo manískur þegar ég set mér markmið og geri allt til að standa við það. Mataræðið og lífsstílinn byrjaði að batna samhliða fjallgöngunum. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki tekið mig í gegn fyrir tíu árum. Ég var reykingamaður, ég var offitusjúklingur og svo var ég í versta djobbi á Íslandi sem ritstjóri DV með alla streituna sem því fylgdi. Nú hef ég tekið reykingarnar út, létt mig og lét svo reka mig af DV.“ Í þættinum ræða Reynir og Sölvi um sjómennskuna, áratuga feril í fjölmiðlum, hvernig Reynir tók heilsu sína í gegn þegar hann óttaðist um líf sitt og margt fleira. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira