Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 12:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki tilbúinn að ræða í smátriðum hvernig forgangsröðun verði þegar bóluefni komi til landsins. Viðkvæmir hópar og framlínufólk eigi þó að vera í forgangi. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. Fjögur smit greindust á landinu í gær og voru tveir hinna smituðu í sóttkví. Sóttvarnalæknir horfir björtum augum fram á veginn en brýnir fyrir fólki að gæta að sóttvörnum og hópamyndunum um jólin svo ekki komi bakslag í faraldurinn. „Bylgjan er á góðri niðurleið,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins eftir að hafa rennt yfir tölur gærdagsins. Lagði hann mikla áherslu á að fólk með minnstu einkenni héldi áfram að fara í sýnatöku. Það væri lykillinn að árangri. Fara hægt í sakirnar Verulega er farið að hægjast á sjúkrahúsunum með fækkandi smitum að sögn Þórólfs. Innanlandssmitum er að fækka verulega. 233 eru í einangrun sem stendur og 348 í sóttkví. Nýgengi smita innanlands er 50,7 og virðist staðan áberandi best í Finnlandi og Íslandi í Evrópu þessa stundina. Alma Möller landlæknir minnti á mikilvægi hreyfingar á fundinum í dag. Fullorðnir eigi að hreyfa sig hálftíma á dag og börn í klukkustund. Þá þurfi að taka ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni.Vísir/Vilhelm Von er á næstu afléttingu aðgerða þann 2. desember. „Við erum hægt og bítandi að fara að geta séð fram á að aflétta takmörkunum. En við verðum að fara mjög hægt í sakirnar,“ sagði Þórólfur. Árangurinn af aðgerðum standi og falli með hvernig við högum okkar eigin sóttvörnum. Fimm vikur eru til jóla og varar Þórólfur við hópamyndun á þeim árstíma eins og svo algengt er í venjulegu árferði. Sérstakar jólaleiðbeiningar til skoðunar „Það er hollt að muna að faraldurinn sem við höfum verið að glíma við undanfarið hefur verið drifinn áfram af hópamyndun,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann til fjölskyldna, vinahópa, vinnustöðva og íþróttahópa. „Það er sjálfsagt að bjóða ömmu í jólaboð,“ sagði Þórólfur en allir yrðu að huga að sóttvörnum. Enginn mætti mæta í hóp með einkenni. Þessi grunnatriði yrði að hafa í huga. Alma Möller landlæknir segir til skoðunar að gefa út leiðbeiningar um hvernig eigi að halda jól í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir nefndi að til skoðunar væri að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi boð í heimahúsum fyrir jólin. Væntir þess að metingur verði Varðandi bóluefni segir Þórólfur ekkert fullkomlega í hendi þótt fyrstu fregnir af niðurstöðum tveggja bóluefna séu ánægjulegar og lofandi. Evrópska lyfjastofnunin eigi enn eftir að leggja sitt mat á efnin. Þórólfur vonast til þess að bólusetning geti hafist á fyrri hluta ársins 2021. Undirbúningur sé hafinn á því hvernig staðið verði að dreifingu bóluefnis. Hann er ánægður með niðurstöðu nýrrar skoðunakannanar þess efnis að yfir níutíu prósent landsmanna sé jákvæður gagnvart bólusetningu. Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á forgangsröðun þegar kemur að bóluefni. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða um það í hvaða röð hópar fái bóluefni. Hann hefur þó nefnt að viðkvæmir hópar og fólk í framlínu, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, verði ofarlega á blaði. „Það má vænta að metingur verði. Það verður að taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Hægt að aflétta hratt ef stærstu hlutir þjóðar fer í bólusetningu Undirbúningur vegna bólusetningar er hafinn og segir Þórólfur um vandasamt verk að ræða. Taka þurfi á móti efninu, dreifa því í ákveðnu kerfi og horfa til forgangshópanna. Heilsugæslan muni bólusetja langflesta en Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti bólusett sjálf. Að mörgu sé að hyggja en raunhæft sé að undirbúningi verði lokið fyrir áramót. Berist mikið magn bóluefnis verði hægt að fara mjög hratt í bólusetningar. Gæði þess og hve mikil vernd hljótist af ráði svo hve hratt sé hægt að leggja af takmarkanir. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt.“ Vill áfram tvöfalda skimun Smitrakning á smiti sem kom upp á Austurlandi í fyrradag og leiddi til þess að skólahald féll niður í tveimur skólum á Egilsstöðum hefur ekki skilað niðurstöðu. Frá Egilsstöðum.Vísir/getty Þórólfur minnti á að í líklega 15 prósenta tilfella tekst ekki að rekja uppruna smit. Þetta sé eitt slíkt tilfelli. Hafa verði í huga að fólk með lítil sem engin einkenni geti dreift smitum. Þá ræddi Þórólfur fyrirkomulag á landamærum þar sem til stendur að gera skimun gjaldfrjálsa um mánaðamótin. Þórólfur lagði það til og sömuleiðis að möguleiki á fjórtán daga sóttkví yrði afnuminn. Heilbrigðisráðherra samþykkti fyrri tillöguna. Þórólfur sagði núverandi fyrirkomulag, tvöfalda skimun sem flestir kjósi frekar en 14 daga sóttkví, hafa skilað miklum árangri. Hann vilji halda í það fyrirkomulag þar til betra plan liggur fyrir en ákall hefur verið frá ferðaþjónustuaðilum að greiða götu ferðamanna sem geti farið í ferðamannasmitgát. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. Fjögur smit greindust á landinu í gær og voru tveir hinna smituðu í sóttkví. Sóttvarnalæknir horfir björtum augum fram á veginn en brýnir fyrir fólki að gæta að sóttvörnum og hópamyndunum um jólin svo ekki komi bakslag í faraldurinn. „Bylgjan er á góðri niðurleið,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins eftir að hafa rennt yfir tölur gærdagsins. Lagði hann mikla áherslu á að fólk með minnstu einkenni héldi áfram að fara í sýnatöku. Það væri lykillinn að árangri. Fara hægt í sakirnar Verulega er farið að hægjast á sjúkrahúsunum með fækkandi smitum að sögn Þórólfs. Innanlandssmitum er að fækka verulega. 233 eru í einangrun sem stendur og 348 í sóttkví. Nýgengi smita innanlands er 50,7 og virðist staðan áberandi best í Finnlandi og Íslandi í Evrópu þessa stundina. Alma Möller landlæknir minnti á mikilvægi hreyfingar á fundinum í dag. Fullorðnir eigi að hreyfa sig hálftíma á dag og börn í klukkustund. Þá þurfi að taka ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni.Vísir/Vilhelm Von er á næstu afléttingu aðgerða þann 2. desember. „Við erum hægt og bítandi að fara að geta séð fram á að aflétta takmörkunum. En við verðum að fara mjög hægt í sakirnar,“ sagði Þórólfur. Árangurinn af aðgerðum standi og falli með hvernig við högum okkar eigin sóttvörnum. Fimm vikur eru til jóla og varar Þórólfur við hópamyndun á þeim árstíma eins og svo algengt er í venjulegu árferði. Sérstakar jólaleiðbeiningar til skoðunar „Það er hollt að muna að faraldurinn sem við höfum verið að glíma við undanfarið hefur verið drifinn áfram af hópamyndun,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann til fjölskyldna, vinahópa, vinnustöðva og íþróttahópa. „Það er sjálfsagt að bjóða ömmu í jólaboð,“ sagði Þórólfur en allir yrðu að huga að sóttvörnum. Enginn mætti mæta í hóp með einkenni. Þessi grunnatriði yrði að hafa í huga. Alma Möller landlæknir segir til skoðunar að gefa út leiðbeiningar um hvernig eigi að halda jól í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir nefndi að til skoðunar væri að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi boð í heimahúsum fyrir jólin. Væntir þess að metingur verði Varðandi bóluefni segir Þórólfur ekkert fullkomlega í hendi þótt fyrstu fregnir af niðurstöðum tveggja bóluefna séu ánægjulegar og lofandi. Evrópska lyfjastofnunin eigi enn eftir að leggja sitt mat á efnin. Þórólfur vonast til þess að bólusetning geti hafist á fyrri hluta ársins 2021. Undirbúningur sé hafinn á því hvernig staðið verði að dreifingu bóluefnis. Hann er ánægður með niðurstöðu nýrrar skoðunakannanar þess efnis að yfir níutíu prósent landsmanna sé jákvæður gagnvart bólusetningu. Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á forgangsröðun þegar kemur að bóluefni. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða um það í hvaða röð hópar fái bóluefni. Hann hefur þó nefnt að viðkvæmir hópar og fólk í framlínu, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, verði ofarlega á blaði. „Það má vænta að metingur verði. Það verður að taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Hægt að aflétta hratt ef stærstu hlutir þjóðar fer í bólusetningu Undirbúningur vegna bólusetningar er hafinn og segir Þórólfur um vandasamt verk að ræða. Taka þurfi á móti efninu, dreifa því í ákveðnu kerfi og horfa til forgangshópanna. Heilsugæslan muni bólusetja langflesta en Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti bólusett sjálf. Að mörgu sé að hyggja en raunhæft sé að undirbúningi verði lokið fyrir áramót. Berist mikið magn bóluefnis verði hægt að fara mjög hratt í bólusetningar. Gæði þess og hve mikil vernd hljótist af ráði svo hve hratt sé hægt að leggja af takmarkanir. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt.“ Vill áfram tvöfalda skimun Smitrakning á smiti sem kom upp á Austurlandi í fyrradag og leiddi til þess að skólahald féll niður í tveimur skólum á Egilsstöðum hefur ekki skilað niðurstöðu. Frá Egilsstöðum.Vísir/getty Þórólfur minnti á að í líklega 15 prósenta tilfella tekst ekki að rekja uppruna smit. Þetta sé eitt slíkt tilfelli. Hafa verði í huga að fólk með lítil sem engin einkenni geti dreift smitum. Þá ræddi Þórólfur fyrirkomulag á landamærum þar sem til stendur að gera skimun gjaldfrjálsa um mánaðamótin. Þórólfur lagði það til og sömuleiðis að möguleiki á fjórtán daga sóttkví yrði afnuminn. Heilbrigðisráðherra samþykkti fyrri tillöguna. Þórólfur sagði núverandi fyrirkomulag, tvöfalda skimun sem flestir kjósi frekar en 14 daga sóttkví, hafa skilað miklum árangri. Hann vilji halda í það fyrirkomulag þar til betra plan liggur fyrir en ákall hefur verið frá ferðaþjónustuaðilum að greiða götu ferðamanna sem geti farið í ferðamannasmitgát.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira