Ósammála Kára um forgang í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:34 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32