Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira