Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira