„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:35 Ríkissáttasemjari hugar að sóttvörnum við upphaf fundar hjá samninganefnd ríkisins og Félags flugvirkja. Vísir/vilhelm Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20