Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 15:54 Frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Vegagerðin Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að útboðið hafi hljóðað upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna. Þá voru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir, og loks frágangur á landi og landmótun. Það var heldur kuldalegt við Reykjanesbraut í dag þegar ljósmyndari Vegagerðarinnar smellti af þessari mynd.Vegagerðin „Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur samkvæmt því sem segir á vef Vegaerðarinnar lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma. Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina. Hafnarfjörður Samgöngur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að útboðið hafi hljóðað upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna. Þá voru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir, og loks frágangur á landi og landmótun. Það var heldur kuldalegt við Reykjanesbraut í dag þegar ljósmyndari Vegagerðarinnar smellti af þessari mynd.Vegagerðin „Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur samkvæmt því sem segir á vef Vegaerðarinnar lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma. Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina.
Hafnarfjörður Samgöngur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira