Landspítali af hættustigi á óvissustig Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:58 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/vilhelm Landspítali hefur verið færður af hættustigi á óvissustig. Þetta er gert í ljósi batnandi stöðu á spítalanum og færri kórónuveirusmita í samfélaginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Í óvissustigi felst að „viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar“. Á óvissustigi fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar. Spítalinn var færður yfir á neyðarstig í fyrsta sinn í lok október eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Hann var svo færður af neyðarstigi á hættustig nú í nóvember. Níu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með virka Covid-sýkingu. Einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum. 172 sjúklingar er í eftirliti Covid-göngudeildar og þar af 23 börn. Sjö starfsmenn Landspítala eru skráðir í einangrun og níu í sóttkví. Þá er þess getið í tilkynningu að ekki liggi fyrir hvenær bóluefnið við Covid-19 berist til landsins en undirbúningur framkvæmdar bólusetningar innan spítalans sé þegar hafinn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Landspítali hefur verið færður af hættustigi á óvissustig. Þetta er gert í ljósi batnandi stöðu á spítalanum og færri kórónuveirusmita í samfélaginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Í óvissustigi felst að „viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar“. Á óvissustigi fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar. Spítalinn var færður yfir á neyðarstig í fyrsta sinn í lok október eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Hann var svo færður af neyðarstigi á hættustig nú í nóvember. Níu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með virka Covid-sýkingu. Einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum. 172 sjúklingar er í eftirliti Covid-göngudeildar og þar af 23 börn. Sjö starfsmenn Landspítala eru skráðir í einangrun og níu í sóttkví. Þá er þess getið í tilkynningu að ekki liggi fyrir hvenær bóluefnið við Covid-19 berist til landsins en undirbúningur framkvæmdar bólusetningar innan spítalans sé þegar hafinn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47
Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55
Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58