Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 17:17 Upptaka skilyrðis um bólusetningu farþega hefur ekki komið til tals hjá stjórnendum Icelandair. Vísir/Vilhelm/Getty Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15