Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. Vísir/Getty Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. Um miðjan síðasta mánuð sagði Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, í samtali við fréttastofu að það væri óvíst hvort barnshafandi konur verði bólusettar þegar okkur hefur borist bóluefni gegn kórónuveirunni. Í þriðja forgangshópi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru barnshafandi konur. Þær eru þó hafðar innan sviga því mikil óvissa ríkir það um hvort hægt verði að bólusetja þær. Ingileif sagði að helsta ástæðan fyrir óvissunni sé sú að ekkert þeirra bóluefna sem nú eru í prófunum hafi verið prófuð á barnshafandi konum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í stöðuna í dag. Erum við einhvers vísari hvað varðar barnshafandi konur og bóluefni? „Það gildir almennt um bólusetningar að við erum treg til að gefa þunguðum konum bóluefni -og lyf yfirleitt - og það er ekki gert nema að vel athuguðu máli og þá þarf að skoða vel áhættuna hjá þunguðum konum með alvarleika sýkingarinnar í huga.“ Fyrr í mánuðinum sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, að þungaðar konur væru ekki líklegri til að smitast en aðrar en þær gætu þó veikst verr af kórónuveirunni en aðrir. Minnst fimmtíu barnshafandi konur hafa greinst með Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldurs. Þórólfur hélt áfram að ræða barnshafandi konur og bóluefni og sagði að ekki væri búið að taka lokaákvörðun um hvort þær yrðu bólusettar eða ekki. „Það þarf að vega það og meta, segja gögnin okkur eitthvað um bólusetningu hjá þunguðum konum eða á bara að sleppa þeim alfarið við bólusetninguna? Þannig hópa þurfum við að skoða með tilliti til bólusetningar og þess vegna er svo mikilvægt að almenningur mæti í bólusetningu til að hjarðónæmi náist svo við getum verndað svona viðkvæma hópa sem við getum ekki bólusett. Út á það gengur hjarðónæmi.“ Mögulegt að útdeila þurfi bóluefni eftir þörfum ólíkra hópa Fréttastofa ræddi í vikunni við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni ónæmisdeildar Landspítalans, sem sagði frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca vekja von í brjósti um að lyfið gæti gagnast áhættuhópum. Það hafi verið prófað á fólki sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma en eru þó í virku eftirliti. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, bindur miklar vonir við bóluefni AstraZeneca.vísir/vilhelm Sjá nánar: Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefni gagnist áhættuhópum „Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum að fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum,“ sagði Björn Rúnar. Inntur eftir viðbrögðum við þessu og vendingum hjá AstraZeneca sagði Þórólfur. „Við eigum náttúrulega eftir að sjá betur útskýringar á því hvernig þessi hópur var samansettur sem var bólusettur en þessar fréttir sem komu eru bara ánægjulegar og líka að það geti skipt máli hversu stórir skammtar eru gefnir upp á árangurinn að gera. Það er mjög athyglisvert. Auðvitað viljum við að bóluefnið virki sem best og að árangurinn sé sem mestur og við þurfum bara að haga okkur eftir því. Það gæti verið að við þurfum að útdeila bóluefninu svolítið eftir því hvaða hópa um ræðir. Það er alveg mögulegt,“ sagði Þórólfur. Mistök AstraZeneca sem leiddu til hinnar gullnu skammtastærðar Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni Oxford og AstraZeneca veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. Leiðin að árangri hjá AstraZeneca er hálfgerð mistakasaga. Það var nefnilega tilviljunin ein sem réði því að rannsakendur römbuðu á rétta skammtastærð en sú uppskrift sýnir fram á 90% vörn samkvæmt frumniðurstöðum. Mene Pangalos, starfandi varaforseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá AstraZeneca sagði frá því í viðtali hjá The Guardian á dögunum hvernig hin rétta uppskrift uppgötvaðist á rannsóknartímabilinu. Það reyndist mikið lán í óláni að rannsakendur eins hópsins hafi óvart gefið þátttakendum hálfan skammt, en ekki heilan, við fyrri bólusetningu. Getty/Porzycki/NurPhoto Það kom nefnilega í ljós að einn rannsóknarhópanna, sem telur þrjú þúsund manns, fékk óvart hálfan skammt af bóluefninu en ekki heilan eins og hinir. „Mistökin,“ sem síðar reyndust hin mesta lukka, uppgötvuðust ekki fyrr en seinna þegar sömu rannsakendur fóru að taka eftir því að umræddur hópur hlaut umtalsvert færri og mildari aukaverkanir en aðrir. Í stað þess að hefja prófanaferlið á nýjan leik ákváðu rannsakendur að halda dampi og gefa fólkinu í staðinn fullan skammt nokkru síðar. Fjórar vikur liðu á milli bólusetninga hjá umræddum hópi. Þetta reyndist síðan vera töfraaðferðin sem hífði vörn gegn kórónuveirunni upp í 90%. „Það sýnir bara hvað þetta er flókið mál. Þetta er ekki bara spurning um að gefa eitthvað á einhverjum tíma heldur getur skipt verulegu máli hvernig samsetningin er og magnið. Þannig að það þarf að vanda mjög til verka í undirbúningi og rannsóknum á þessu. Framleiðendur þurfa að horfa til margra þátta þegar verið er að skoða virkni bóluefnanna og þetta er klárlega einn af þeim; skammtastærðin, hvernig hún er gefin og hversu langt líður á milli skammta. Þetta skiptir allt máli upp á árangurinn,“ sagði Þórólfur. Ýmsir leiðtogar Evrópuþjóða hafa nú gefið þegnum sínum dagsetningu fyrir upphaf bólusetninga í löndunum. Þórólfi finnst ekki ábyrgt, að svo stöddu, að gefa upp slíka dagsetningu. „Stutta og rétta svarið er nei. Við erum ekki með neina dagsetningu. Við verðum bara að bíða og sjá. Ég veit ekki hvað menn hafa fyrir sér í því að koma með einhverjar dagsetningar eða gefa það í skyn. Ég hef það allavega ekki á mínu borði.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skellti upp úr þegar hann var spurður út í tímann að faraldri loknum. Hann geti ekki leyft sér að hugsa svo langt fram í tímann.Vísir Leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann Allt þetta tal um bólusetningar og góðan árangur á þeim vettvangi fékk huga blaðamanns til að reika til betri tíma; til, vonandi, ekki langrar framtíðar þegar þetta allt saman verður yfirstaðið og heimurinn svo gott sem veirufrír. Þórólfur skellti duglega upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri ekki farinn að hugsa um allt það sem hann langaði til að gera þegar faraldurinn líður loksins undir lok. Eitthvað virkilega skemmtilegt. Spurningin virtist sannarlega koma honum að óvörum. „Úff, ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Það kemur örugglega bara af sjálfu sér þegar nær dregur.“ Er það? Hefurðu ekki hugsað út í það? Sjálf ætla ég á einhverja magnaða tónleika. „Já, ég má ekki hugsa svona langt. Ég ætla bara að einbeita mér að því að komast til lands og þá ætla ég fyrst að spá í hvað það verður sem mig langar að gera.“ Já, ætli það sé ekki þannig sem maður klífur fjall; eitt skref í einu? „Það er eitt skref í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. 19. nóvember 2020 12:55 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Um miðjan síðasta mánuð sagði Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, í samtali við fréttastofu að það væri óvíst hvort barnshafandi konur verði bólusettar þegar okkur hefur borist bóluefni gegn kórónuveirunni. Í þriðja forgangshópi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru barnshafandi konur. Þær eru þó hafðar innan sviga því mikil óvissa ríkir það um hvort hægt verði að bólusetja þær. Ingileif sagði að helsta ástæðan fyrir óvissunni sé sú að ekkert þeirra bóluefna sem nú eru í prófunum hafi verið prófuð á barnshafandi konum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í stöðuna í dag. Erum við einhvers vísari hvað varðar barnshafandi konur og bóluefni? „Það gildir almennt um bólusetningar að við erum treg til að gefa þunguðum konum bóluefni -og lyf yfirleitt - og það er ekki gert nema að vel athuguðu máli og þá þarf að skoða vel áhættuna hjá þunguðum konum með alvarleika sýkingarinnar í huga.“ Fyrr í mánuðinum sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, að þungaðar konur væru ekki líklegri til að smitast en aðrar en þær gætu þó veikst verr af kórónuveirunni en aðrir. Minnst fimmtíu barnshafandi konur hafa greinst með Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldurs. Þórólfur hélt áfram að ræða barnshafandi konur og bóluefni og sagði að ekki væri búið að taka lokaákvörðun um hvort þær yrðu bólusettar eða ekki. „Það þarf að vega það og meta, segja gögnin okkur eitthvað um bólusetningu hjá þunguðum konum eða á bara að sleppa þeim alfarið við bólusetninguna? Þannig hópa þurfum við að skoða með tilliti til bólusetningar og þess vegna er svo mikilvægt að almenningur mæti í bólusetningu til að hjarðónæmi náist svo við getum verndað svona viðkvæma hópa sem við getum ekki bólusett. Út á það gengur hjarðónæmi.“ Mögulegt að útdeila þurfi bóluefni eftir þörfum ólíkra hópa Fréttastofa ræddi í vikunni við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni ónæmisdeildar Landspítalans, sem sagði frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca vekja von í brjósti um að lyfið gæti gagnast áhættuhópum. Það hafi verið prófað á fólki sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma en eru þó í virku eftirliti. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, bindur miklar vonir við bóluefni AstraZeneca.vísir/vilhelm Sjá nánar: Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefni gagnist áhættuhópum „Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum að fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum,“ sagði Björn Rúnar. Inntur eftir viðbrögðum við þessu og vendingum hjá AstraZeneca sagði Þórólfur. „Við eigum náttúrulega eftir að sjá betur útskýringar á því hvernig þessi hópur var samansettur sem var bólusettur en þessar fréttir sem komu eru bara ánægjulegar og líka að það geti skipt máli hversu stórir skammtar eru gefnir upp á árangurinn að gera. Það er mjög athyglisvert. Auðvitað viljum við að bóluefnið virki sem best og að árangurinn sé sem mestur og við þurfum bara að haga okkur eftir því. Það gæti verið að við þurfum að útdeila bóluefninu svolítið eftir því hvaða hópa um ræðir. Það er alveg mögulegt,“ sagði Þórólfur. Mistök AstraZeneca sem leiddu til hinnar gullnu skammtastærðar Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni Oxford og AstraZeneca veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. Leiðin að árangri hjá AstraZeneca er hálfgerð mistakasaga. Það var nefnilega tilviljunin ein sem réði því að rannsakendur römbuðu á rétta skammtastærð en sú uppskrift sýnir fram á 90% vörn samkvæmt frumniðurstöðum. Mene Pangalos, starfandi varaforseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá AstraZeneca sagði frá því í viðtali hjá The Guardian á dögunum hvernig hin rétta uppskrift uppgötvaðist á rannsóknartímabilinu. Það reyndist mikið lán í óláni að rannsakendur eins hópsins hafi óvart gefið þátttakendum hálfan skammt, en ekki heilan, við fyrri bólusetningu. Getty/Porzycki/NurPhoto Það kom nefnilega í ljós að einn rannsóknarhópanna, sem telur þrjú þúsund manns, fékk óvart hálfan skammt af bóluefninu en ekki heilan eins og hinir. „Mistökin,“ sem síðar reyndust hin mesta lukka, uppgötvuðust ekki fyrr en seinna þegar sömu rannsakendur fóru að taka eftir því að umræddur hópur hlaut umtalsvert færri og mildari aukaverkanir en aðrir. Í stað þess að hefja prófanaferlið á nýjan leik ákváðu rannsakendur að halda dampi og gefa fólkinu í staðinn fullan skammt nokkru síðar. Fjórar vikur liðu á milli bólusetninga hjá umræddum hópi. Þetta reyndist síðan vera töfraaðferðin sem hífði vörn gegn kórónuveirunni upp í 90%. „Það sýnir bara hvað þetta er flókið mál. Þetta er ekki bara spurning um að gefa eitthvað á einhverjum tíma heldur getur skipt verulegu máli hvernig samsetningin er og magnið. Þannig að það þarf að vanda mjög til verka í undirbúningi og rannsóknum á þessu. Framleiðendur þurfa að horfa til margra þátta þegar verið er að skoða virkni bóluefnanna og þetta er klárlega einn af þeim; skammtastærðin, hvernig hún er gefin og hversu langt líður á milli skammta. Þetta skiptir allt máli upp á árangurinn,“ sagði Þórólfur. Ýmsir leiðtogar Evrópuþjóða hafa nú gefið þegnum sínum dagsetningu fyrir upphaf bólusetninga í löndunum. Þórólfi finnst ekki ábyrgt, að svo stöddu, að gefa upp slíka dagsetningu. „Stutta og rétta svarið er nei. Við erum ekki með neina dagsetningu. Við verðum bara að bíða og sjá. Ég veit ekki hvað menn hafa fyrir sér í því að koma með einhverjar dagsetningar eða gefa það í skyn. Ég hef það allavega ekki á mínu borði.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skellti upp úr þegar hann var spurður út í tímann að faraldri loknum. Hann geti ekki leyft sér að hugsa svo langt fram í tímann.Vísir Leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann Allt þetta tal um bólusetningar og góðan árangur á þeim vettvangi fékk huga blaðamanns til að reika til betri tíma; til, vonandi, ekki langrar framtíðar þegar þetta allt saman verður yfirstaðið og heimurinn svo gott sem veirufrír. Þórólfur skellti duglega upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri ekki farinn að hugsa um allt það sem hann langaði til að gera þegar faraldurinn líður loksins undir lok. Eitthvað virkilega skemmtilegt. Spurningin virtist sannarlega koma honum að óvörum. „Úff, ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Það kemur örugglega bara af sjálfu sér þegar nær dregur.“ Er það? Hefurðu ekki hugsað út í það? Sjálf ætla ég á einhverja magnaða tónleika. „Já, ég má ekki hugsa svona langt. Ég ætla bara að einbeita mér að því að komast til lands og þá ætla ég fyrst að spá í hvað það verður sem mig langar að gera.“ Já, ætli það sé ekki þannig sem maður klífur fjall; eitt skref í einu? „Það er eitt skref í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. 19. nóvember 2020 12:55 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. 19. nóvember 2020 12:55