Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:49 Kristín Soffía Jónsdóttir talaði vinkonur sínar af því að hittast um helgina. Þá er fertugsafmæli sem kærasti vinkonu hennar ætlaði að mæta í mögulega í uppnámi. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira