Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 14:40 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira