Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 22:00 Úr Smáralind. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31
Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40