63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:00 Hópsýking kom upp á Hótel Rangá á Suðurlandi í ágúst. Hótel Rangá Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira