Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. „Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira