Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. „Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira