Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 17:01 Sturlaugur bruggmeistari hjá Borg. Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur. Áfengi og tóbak Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur.
Áfengi og tóbak Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira