Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 20:30 Valtýr Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Halldórsson Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa. Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04