Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 00:01 Ósk Gunnarsdóttir. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira