Katla og Dóri úr Gosa
Bláa dísin og Kisi, úr verðlaunaleikritinu Gosa, elska aðventuna og hér bregða þau á leik, börnum sem fullorðnum til gleði og gamans. Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona leika þau og syngja meðal annars Það aldin út er sprungið.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í jóladagatali leikhússins verða birtir daglega hér á Vísi.