Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:03 Alma hefur sérstakar áhyggjur af ungum karlmönnum á aldrinum 18-25 ára sem spila póker og taka þátt í íþróttaveðmálum á netinu. getty/hirurg Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01