25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2020 20:05 Hrútarnir eru mjög spenntir í jólamánuðinum og vilja ólmir láta taka sæði úr sér. Ármann Sverrisson Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira