Ungir jafnaðarmenn segja orðræðu Sigríðar Andersen hættulega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 17:15 Ragna Sigurðardóttir er forseti Ungra jafnaðarmanna. Yfirlýsing var send fjölmiðlum vegna Landsréttarmálsins. Aðsend/Arnar Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingu að það sé fullkomlega óboðlegt að Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið gerð að formanni utanríkismálanefndar Alþingis eftir að hafa gerst brotleg í starfi. Tilefni yfirlýsingarinnar er niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Þar kemur fram hörð gagnrýni á alla þætti ríkisvaldsins sem að málinu kom. Landsréttardómararnir fjórir hafi ekki verið rétt skipaðir. „Valdabrölt Sigríðar Á. Andersen er ekki einungis skattgreiðendum dýrkeypt, heldur hefur það grafið undan trausti almennings á íslensku dómskerfi, skapað réttaróvissu og niðurlægt íslenskt stjórnkerfi á alþjóðavettvangi.“ Þau segja Sigríði hafa breytt ferlinu um skipan Landsréttardómara í „óafsakanleg pólitísk hrossakaup.“ Þá finna Ungir jafnaðarmenn að málflutningi Sigríðar síðustu daga. Þau grafi undan Mannréttindadómstólnum og mikilvægi hans fyrir réttarvernd íslenskra borgara. Slík orðræða kjörins fulltrúa sé beinlínis hættuleg í lýðræðisríki. Slíkt verði að fordæma. Þau segja Sigríði ófæra um að starfa í þágu almannahagsmuna og ekki treystandi sem valdhafa. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þá viðbragðsleysi og virðingarleysi í garð MDE sem ríkisstjórnin hafi sýnt. Skorað er á stjórnarflokkana að axla ábyrgð og að bregðast við með afgerandi hætti. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar er niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Þar kemur fram hörð gagnrýni á alla þætti ríkisvaldsins sem að málinu kom. Landsréttardómararnir fjórir hafi ekki verið rétt skipaðir. „Valdabrölt Sigríðar Á. Andersen er ekki einungis skattgreiðendum dýrkeypt, heldur hefur það grafið undan trausti almennings á íslensku dómskerfi, skapað réttaróvissu og niðurlægt íslenskt stjórnkerfi á alþjóðavettvangi.“ Þau segja Sigríði hafa breytt ferlinu um skipan Landsréttardómara í „óafsakanleg pólitísk hrossakaup.“ Þá finna Ungir jafnaðarmenn að málflutningi Sigríðar síðustu daga. Þau grafi undan Mannréttindadómstólnum og mikilvægi hans fyrir réttarvernd íslenskra borgara. Slík orðræða kjörins fulltrúa sé beinlínis hættuleg í lýðræðisríki. Slíkt verði að fordæma. Þau segja Sigríði ófæra um að starfa í þágu almannahagsmuna og ekki treystandi sem valdhafa. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þá viðbragðsleysi og virðingarleysi í garð MDE sem ríkisstjórnin hafi sýnt. Skorað er á stjórnarflokkana að axla ábyrgð og að bregðast við með afgerandi hætti.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04