Hóflega bjartsýnn og hvetur fólk til að slaka ekki á verðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 12:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstöðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nýjustu tölur um Covid-smit hér á landi gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni. Fjórir greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru þeir allir í sóttkví. „Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
„Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira