Sakborningar fá nafnleynd í kjölfar ónæðis frá lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2020 15:16 Flest mál koma til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Einstaklingar í sakamálum eru nú merktir „X“ í dagskránni en hingað til hafa nöfn fólks í opnum þinghöldum verið birt á vef dómstólanna. Vísir/Vilhelm Tveir stærstu dómstólar landsins eru hættir að birta nöfn sakborninga opinberlega á dagskrá sinni vegna ónæðis frá lögmönnum sem hafa nýtt sér dagskrána til þess að sækja sér skjólstæðinga. Um er að ræða Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjaness. „Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar. Dómstólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar.
Dómstólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira