Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 08:02 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent