Fimm þúsund Íslendingar vilja riffil í jólagjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:03 Versluninni hafa borist ábendingar um að notkun jólasveinamyndarinnar sé ekki við hæfi og tillit verður tekið til þeirrar gagnrýni. „Hann fékk aðeins meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Guðjón Agnarsson, einn eigenda Byssusmiðju Agnars, um Facebook-leik sem verslunin stendur fyrir nú fyrir jól og hefur vakið mikla athygli. Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira