Kári „skíthræddur“ um eina bylgju í viðbót áður en bóluefni kemur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 20:26 Kári segir nýju aðgerðirnar prýðilegar. Hann segir þó að sjálfur hefði hann haldið þeim óbreyttum að sinni. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi. Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld, þar sem Kári var til viðtals. Þar sagði hann að aðgerðirnar væru, að hans mati, „þokkaleg vörn“ gegn þeirri hættu sem faraldurinn væri. „Ég hefði kosið að það hefði ekki neinu verið létt, vegna þess að okkar reynsla af þessari veiru er sú að í hvert sinn sem við förum að draga í land, þegar kemur að aðgerðum, þá blossar upp ný bylgja,“ sagði Kári. Hann sagði þá að nú þegar líða tæki að jólum hefði fólk þá tilhneigingu að koma saman. Hann teldi að fólk myndi að minnsta kosti fara „út að ystu mörkum“ reglunnar um að ekki fleiri en tíu mættu koma saman, og benti einnig á að um jólin kæmi fólk oft heim til Íslands frá útlöndum. „Þannig að mér finnst við vera að bjóða hættunni heim með því að opna sundlaugar, með því að auka opnunartíma veitingastaða og svo framvegis og framvegis. Ég er skíthræddur um að við eigum fyrir höndum eina bylgju í viðbót áður en bóluefnið kemur til sögunnar.“ „Þetta er ekkert að ganga býsna vel“ Kári segist efins um þau skilaboð sem send eru út með breytingum á sóttvarnareglum. „Skilaboðin sem eru send út, með því að segja „Nú ætlum við aðeins að létta á þessum aðgerðum,“ eru þau að þetta sé nú bara að ganga býsna vel. En ég hef fréttir fyrir þetta fólk, þetta er ekkert að ganga býsna vel,“ sagði Kári og benti á að enn greindist fólk með kórónuveiruna hér á landi sem væri ekki í sóttkví við greiningu. „Það sem meira er, er að það er alltaf slangur af veiru að berast yfir landamærin, þrátt fyrir þessar einstaklega góðu aðgerðir sem hefur verið komið á þar,“ sagði Kári og ítrekaði að hann hefði viljað að beðið hefði verið með að slaka á aðgerðum. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi“ Kári sagðist þá ekki skilja hvers vegna sundlaugar hafi verið opnaðar, og spurði hvaðan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fengi þá vitneskju að veiran smitaðist ekki á milli manna í sundi. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar fær hann þetta,“ sagði Kári. Kári sagði þá að hlutverk Þórólfs væri ekki að finna milliveg á milli sjónarmiða þeirra sem vilji aflétta takmörkunum, og þeirra sem vilji halda í aðgerðir eða jafnvel herða þær. „Hann er sóttvarnalæknir. Hann á að vera sá maður sem hannar þær sóttvarnir sem eru bestar, síðan er það ríkisstjórnarinnar og annarra að ákveða hvers konar áhættu þeir vilja taka. Það er ekki Þórólfs að ákveða það,“ sagði Kári. Hann bætti þá við að hann teldi Þórólf hafa sinnt sínu starfi vel, og að gagnrýnin sem Kári setti fram á nýjustu aðgerðir væri minniháttar. Hann kvaðst aðallega hafa áhyggjur af því að fólk langaði mikið í betri tíma, og tilslakanir grundvölluðust af því. Telur að hægt verði að fagna þegar bóluefnið kemur „Ég get lofað þér því að það frelsi sem við tökum okkur núna, kemur til með að breytast í meiri höft þegar kemur fram í lok þessa mánaðar og byrjun næsta mánaðar,“ sagði Kári. Hann kvaðst eins telja að harðar aðgerðir þyrftu að vera í gildi uns bóluefnið frá Pfizer, sem hann segir rannsóknir sýna fram á að sé gott, kemur. „Þetta virðist vera alveg einstakt bóluefni, þannig að þegar það kemur, þá held ég að við getum haldið partí,“ sagði Kári. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32 Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld, þar sem Kári var til viðtals. Þar sagði hann að aðgerðirnar væru, að hans mati, „þokkaleg vörn“ gegn þeirri hættu sem faraldurinn væri. „Ég hefði kosið að það hefði ekki neinu verið létt, vegna þess að okkar reynsla af þessari veiru er sú að í hvert sinn sem við förum að draga í land, þegar kemur að aðgerðum, þá blossar upp ný bylgja,“ sagði Kári. Hann sagði þá að nú þegar líða tæki að jólum hefði fólk þá tilhneigingu að koma saman. Hann teldi að fólk myndi að minnsta kosti fara „út að ystu mörkum“ reglunnar um að ekki fleiri en tíu mættu koma saman, og benti einnig á að um jólin kæmi fólk oft heim til Íslands frá útlöndum. „Þannig að mér finnst við vera að bjóða hættunni heim með því að opna sundlaugar, með því að auka opnunartíma veitingastaða og svo framvegis og framvegis. Ég er skíthræddur um að við eigum fyrir höndum eina bylgju í viðbót áður en bóluefnið kemur til sögunnar.“ „Þetta er ekkert að ganga býsna vel“ Kári segist efins um þau skilaboð sem send eru út með breytingum á sóttvarnareglum. „Skilaboðin sem eru send út, með því að segja „Nú ætlum við aðeins að létta á þessum aðgerðum,“ eru þau að þetta sé nú bara að ganga býsna vel. En ég hef fréttir fyrir þetta fólk, þetta er ekkert að ganga býsna vel,“ sagði Kári og benti á að enn greindist fólk með kórónuveiruna hér á landi sem væri ekki í sóttkví við greiningu. „Það sem meira er, er að það er alltaf slangur af veiru að berast yfir landamærin, þrátt fyrir þessar einstaklega góðu aðgerðir sem hefur verið komið á þar,“ sagði Kári og ítrekaði að hann hefði viljað að beðið hefði verið með að slaka á aðgerðum. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi“ Kári sagðist þá ekki skilja hvers vegna sundlaugar hafi verið opnaðar, og spurði hvaðan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fengi þá vitneskju að veiran smitaðist ekki á milli manna í sundi. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar fær hann þetta,“ sagði Kári. Kári sagði þá að hlutverk Þórólfs væri ekki að finna milliveg á milli sjónarmiða þeirra sem vilji aflétta takmörkunum, og þeirra sem vilji halda í aðgerðir eða jafnvel herða þær. „Hann er sóttvarnalæknir. Hann á að vera sá maður sem hannar þær sóttvarnir sem eru bestar, síðan er það ríkisstjórnarinnar og annarra að ákveða hvers konar áhættu þeir vilja taka. Það er ekki Þórólfs að ákveða það,“ sagði Kári. Hann bætti þá við að hann teldi Þórólf hafa sinnt sínu starfi vel, og að gagnrýnin sem Kári setti fram á nýjustu aðgerðir væri minniháttar. Hann kvaðst aðallega hafa áhyggjur af því að fólk langaði mikið í betri tíma, og tilslakanir grundvölluðust af því. Telur að hægt verði að fagna þegar bóluefnið kemur „Ég get lofað þér því að það frelsi sem við tökum okkur núna, kemur til með að breytast í meiri höft þegar kemur fram í lok þessa mánaðar og byrjun næsta mánaðar,“ sagði Kári. Hann kvaðst eins telja að harðar aðgerðir þyrftu að vera í gildi uns bóluefnið frá Pfizer, sem hann segir rannsóknir sýna fram á að sé gott, kemur. „Þetta virðist vera alveg einstakt bóluefni, þannig að þegar það kemur, þá held ég að við getum haldið partí,“ sagði Kári.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32 Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30