„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira