Fíkn ekki leyst með lagasetningu Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2020 14:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01