Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 14:34 Viðari þykir ekki mikið til bókar Ólínu koma en gerist þó svo örlátur að lofa kápuna. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni. Á vef Forlagsins segir um bókina að hún sé „skemmtilegt og fræðandi“ rit þar sem höfundur „eys úr fróðleiksbrunnum fortíðarinnar“. Viðfangsefnið sé viðleitni fólks frá örófi alda til að „ráða bót á sjúkdómum og kvillum, ekki síst með því að sækja í lyfjaskáp náttúrunnar, nota helga dóma og hluti sem áttu að hafa lækningakraft, fara með bænir, þylja særingar og styðjast við lækningabækur – sem stundum voru þó taldar galdraskræður og gat verið háskalegt að eiga.“ Bergmál og gamlir fordómar Viðari þykir ekki mikið til koma og sakar Ólínu oftsinnis um að éta upp úreltar heimildir og setja fram „án auðkenninga“. Segir hann höfundinn meðal annars „hálfstela heilu blaðsíðunum“ úr inngangi Vilmundar Jónssonar landlæknis að Lækningum – Curationes – séra Þorkels Arngrímssonar og segir kaldhæðnislegt að notast við þá heimild þar sem hún „einkennist af lítilsvirðingu fyrir þekkingu fyrri tíma“. „[Vilmundur] aðhyllist þá vísindahyggju eða vísindatrú sem höfundur gagnrýnir í inngangi en virðist þó að verulegu leyti hafa mótað sjónarmið eða efnistök bókarinnar sem eru þversagnakennd og stefnulaus,“ segir Viðar. „Bergmálið frá Vilmundi sést í snubbóttri afgreiðslu í undirkafla um áhrif Araba á læknisfræðina,“ bætir hann við, og segir „gamla fordóma“ á kreiki. Ritið „meingallað um margt“ Viðar víkur margoft að því að frjálslega sé farið með heimildir eða þeirra ekki getið en virðist einnig vilja ritstýra heimildavalinu. Þannig vísar hann til rita sem hann hefði viljað sjá höfund nota og segir til dæmis: „Vel hefði farið á… og „Nær hefði verið…“ „Það er ljóst að þetta rit er meingallað um margt,“ segir Viðar að lokum. „Megingalli bókarinnar er samhengisleysi og hroðvirkni. Hún er safn fróðleiksmola án eiginlegrar úrvinnslu. Fræðimenn viða að sér margvíslegu efni, móta eigin sýn og stefnu gagnvart viðfangsefninu og nýta til þess heimildir. Þeir umskrifa efnið út frá því, hið raunverulega framlag til fræðanna er að vinna úr efni, ekki afrita það. Ekki dugar að taka upp hráar heimildir sem stýra efninu eins og gert er í þessari bók. Því fer oft fjarri að textinn sé eiginlegur texti höfundar, svo náinn er hann heimildunum.“ Verður svarað á sama vettvangi Vísir leitaði viðbragða hjá Ólínu sem svaraði skriflega. „Viðar verður að eiga um það við sína eigin sómakennd hvernig hann velur að fjalla um aðra fræðimenn. Þó að bók mín Lífgrös og leyndir dómar sé alþýlegt fræðirit fyrir almenna lesendur, er þar hvergi vikið frá viðurkenndum kröfum um fræðileg efnistök og framsetningu. Bókinni var ætlað að gefa innsýn í þekkingarþróun íslenskra lækninga, og undir því stendur hún fyllilega. Ritdómur Viðars Hreinssonar í Sögu er aftur á móti flausturslega unninn. Í honum eru staðreyndavillur og rangfærslur, til dæmis ásakanir hans um um skort á tilvísunum. „Dæmið“ sem hann dregur fram máli sínu til stuðnings eru tvær samhangandi setningar, efnisleg staðreyndaupptaling, um Caspar Bartholin læknaprófessor við Hafnarháskóla. Sú vitneskja er fengin með meiru úr bók Vilmundar Jónssonar landlæknis um Þorkel Arngrímsson Vídalín, sem ítrekað er vitnað til í umræddum kafla, bæði í efnisgreinum á undan og eftir. Aðrar fullyrðingar Viðars í svipaða veru eru staðleysa. Þá skýtur skökku við – í ljósi heimildaskrár –fullyrðing Viðars um skort á alþjóðlegri fræðasýn, því sjálfur tilgreinir hann enga erlenda fræðiðgrein sem hefði átt að koma til álita. Þetta eru ómakleg skrif sem vega að fræðaheiðri. Viðari verður svarað á sama vettvangi síðar.“ Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Á vef Forlagsins segir um bókina að hún sé „skemmtilegt og fræðandi“ rit þar sem höfundur „eys úr fróðleiksbrunnum fortíðarinnar“. Viðfangsefnið sé viðleitni fólks frá örófi alda til að „ráða bót á sjúkdómum og kvillum, ekki síst með því að sækja í lyfjaskáp náttúrunnar, nota helga dóma og hluti sem áttu að hafa lækningakraft, fara með bænir, þylja særingar og styðjast við lækningabækur – sem stundum voru þó taldar galdraskræður og gat verið háskalegt að eiga.“ Bergmál og gamlir fordómar Viðari þykir ekki mikið til koma og sakar Ólínu oftsinnis um að éta upp úreltar heimildir og setja fram „án auðkenninga“. Segir hann höfundinn meðal annars „hálfstela heilu blaðsíðunum“ úr inngangi Vilmundar Jónssonar landlæknis að Lækningum – Curationes – séra Þorkels Arngrímssonar og segir kaldhæðnislegt að notast við þá heimild þar sem hún „einkennist af lítilsvirðingu fyrir þekkingu fyrri tíma“. „[Vilmundur] aðhyllist þá vísindahyggju eða vísindatrú sem höfundur gagnrýnir í inngangi en virðist þó að verulegu leyti hafa mótað sjónarmið eða efnistök bókarinnar sem eru þversagnakennd og stefnulaus,“ segir Viðar. „Bergmálið frá Vilmundi sést í snubbóttri afgreiðslu í undirkafla um áhrif Araba á læknisfræðina,“ bætir hann við, og segir „gamla fordóma“ á kreiki. Ritið „meingallað um margt“ Viðar víkur margoft að því að frjálslega sé farið með heimildir eða þeirra ekki getið en virðist einnig vilja ritstýra heimildavalinu. Þannig vísar hann til rita sem hann hefði viljað sjá höfund nota og segir til dæmis: „Vel hefði farið á… og „Nær hefði verið…“ „Það er ljóst að þetta rit er meingallað um margt,“ segir Viðar að lokum. „Megingalli bókarinnar er samhengisleysi og hroðvirkni. Hún er safn fróðleiksmola án eiginlegrar úrvinnslu. Fræðimenn viða að sér margvíslegu efni, móta eigin sýn og stefnu gagnvart viðfangsefninu og nýta til þess heimildir. Þeir umskrifa efnið út frá því, hið raunverulega framlag til fræðanna er að vinna úr efni, ekki afrita það. Ekki dugar að taka upp hráar heimildir sem stýra efninu eins og gert er í þessari bók. Því fer oft fjarri að textinn sé eiginlegur texti höfundar, svo náinn er hann heimildunum.“ Verður svarað á sama vettvangi Vísir leitaði viðbragða hjá Ólínu sem svaraði skriflega. „Viðar verður að eiga um það við sína eigin sómakennd hvernig hann velur að fjalla um aðra fræðimenn. Þó að bók mín Lífgrös og leyndir dómar sé alþýlegt fræðirit fyrir almenna lesendur, er þar hvergi vikið frá viðurkenndum kröfum um fræðileg efnistök og framsetningu. Bókinni var ætlað að gefa innsýn í þekkingarþróun íslenskra lækninga, og undir því stendur hún fyllilega. Ritdómur Viðars Hreinssonar í Sögu er aftur á móti flausturslega unninn. Í honum eru staðreyndavillur og rangfærslur, til dæmis ásakanir hans um um skort á tilvísunum. „Dæmið“ sem hann dregur fram máli sínu til stuðnings eru tvær samhangandi setningar, efnisleg staðreyndaupptaling, um Caspar Bartholin læknaprófessor við Hafnarháskóla. Sú vitneskja er fengin með meiru úr bók Vilmundar Jónssonar landlæknis um Þorkel Arngrímsson Vídalín, sem ítrekað er vitnað til í umræddum kafla, bæði í efnisgreinum á undan og eftir. Aðrar fullyrðingar Viðars í svipaða veru eru staðleysa. Þá skýtur skökku við – í ljósi heimildaskrár –fullyrðing Viðars um skort á alþjóðlegri fræðasýn, því sjálfur tilgreinir hann enga erlenda fræðiðgrein sem hefði átt að koma til álita. Þetta eru ómakleg skrif sem vega að fræðaheiðri. Viðari verður svarað á sama vettvangi síðar.“
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira