Fjörutíu prósent þeirra sem smita aðra eru einkennalausir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 10:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir flest benda til þess að um 40 prósent af þeim sem smita aðra af kórónuveirunni séu einkennalausir. Það sé m.a. þess vegna sem veiran sé sérlega erfið viðureignar. Þá tók hann undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli,“ sagði Kári, þó vel að merkja í gamansömum tón, í viðtali í Bítinu í morgun. Líkt og fram kom í gær sýna fyrstu 1500 sýni úr skimun sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófst á föstudag, að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun séu smitaðir af veirunni. Kári gerir ráð fyrir að um þúsund niðurstöður til viðbótar verði tilbúnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2500. Þegar hafa þúsundir manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem fram fer í Turninum í Kópavogi. Hraustir auðvitað líklegri til að dreifa veirunni Þá sagði Kári í Bítinu í morgun að ljóst væri að hægt sé að greina veiruna í einstaklingi sem ekki er með einkenni. Kári sagði einmitt í gær að helmingur þeirra sem reyndust sýktir hafi ekki verið orðnir veikir. Hinn helmingurinn hafi verið með „venjulegt kvef“. „Og það sem meira er, flest bendir til þess að 40 prósent af þeim sem sýkja aðra séu einkennalausir. Sem gerir það að verkum að það er svolítið flókið að hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Kári. „Þeir eru einstaklingar sem eru á leið frá því að sýkjast í að verða lasnir. Og auðvitað eru þeir líklegri til að dreifa þessu frá sér en þeir sem þegar eru orðnir lasnir.“ Getur stökkbreyst aftur og aftur Þá kom fram í máli Kára í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að búið væri að raðgreina veiruna í tveimur einstaklingum sem greindust með hana eftir sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Annar þeirra var með S-gerð veirunnar og hinn með L-gerð, sem er skæðari gerðin og varð til með stökkbreytingu frá þeirri fyrrnefndu. Kári sagði í Bítinu að þetta varpaði ljósi á getu veirunnar til að stökkbreytast. „Hún getur stökkbreyst aftur og aftur. Það sem skilur þessa veiru frá upphaflegu veirunni eru allt að fjórtán stökkbreytingar þannig að veiran heldur áfram að stökkbreytast þegar hún flyst frá manni til manns. Við komum til með að vita nákvæmlega hvernig hún er að stökkbreytast á Íslandi vegna þess að við ætlum að raðgreina sýni úr öllum þeim sem reynast pósitívir,“ sagði Kári. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/vilhelm „Svo er það líka hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að það myndist úr þessum stökkbreytingum veira sem hefur aðra eiginleika. Þú gætir til dæmis orðið ónæmur fyrir veirunni í dag, smitast svo af henni aftur eftir einn mánuð, eftir að hún er búin að stökkbreytast, og þá kæmist hún fram hjá ónæmiskerfinu.“ Þá sagði Kári veiruna einkum hættulega fyrir tvær sakir – og tók undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Hún dreifir sér mjög hratt og hún vegur mjög harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja. Og ég held að þetta hljóti að vera í fyrsta sinn sem við höfum séð faraldur af þessari gerð breiðast út um allan heim á örskammri stundu. Þannig að ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli.“ Eins og staðan er núna hafa 180 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þá eru 1733 í sóttkví og þrír smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi. Viðtalið við Kára í Bítinu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir flest benda til þess að um 40 prósent af þeim sem smita aðra af kórónuveirunni séu einkennalausir. Það sé m.a. þess vegna sem veiran sé sérlega erfið viðureignar. Þá tók hann undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli,“ sagði Kári, þó vel að merkja í gamansömum tón, í viðtali í Bítinu í morgun. Líkt og fram kom í gær sýna fyrstu 1500 sýni úr skimun sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófst á föstudag, að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun séu smitaðir af veirunni. Kári gerir ráð fyrir að um þúsund niðurstöður til viðbótar verði tilbúnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2500. Þegar hafa þúsundir manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem fram fer í Turninum í Kópavogi. Hraustir auðvitað líklegri til að dreifa veirunni Þá sagði Kári í Bítinu í morgun að ljóst væri að hægt sé að greina veiruna í einstaklingi sem ekki er með einkenni. Kári sagði einmitt í gær að helmingur þeirra sem reyndust sýktir hafi ekki verið orðnir veikir. Hinn helmingurinn hafi verið með „venjulegt kvef“. „Og það sem meira er, flest bendir til þess að 40 prósent af þeim sem sýkja aðra séu einkennalausir. Sem gerir það að verkum að það er svolítið flókið að hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Kári. „Þeir eru einstaklingar sem eru á leið frá því að sýkjast í að verða lasnir. Og auðvitað eru þeir líklegri til að dreifa þessu frá sér en þeir sem þegar eru orðnir lasnir.“ Getur stökkbreyst aftur og aftur Þá kom fram í máli Kára í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að búið væri að raðgreina veiruna í tveimur einstaklingum sem greindust með hana eftir sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Annar þeirra var með S-gerð veirunnar og hinn með L-gerð, sem er skæðari gerðin og varð til með stökkbreytingu frá þeirri fyrrnefndu. Kári sagði í Bítinu að þetta varpaði ljósi á getu veirunnar til að stökkbreytast. „Hún getur stökkbreyst aftur og aftur. Það sem skilur þessa veiru frá upphaflegu veirunni eru allt að fjórtán stökkbreytingar þannig að veiran heldur áfram að stökkbreytast þegar hún flyst frá manni til manns. Við komum til með að vita nákvæmlega hvernig hún er að stökkbreytast á Íslandi vegna þess að við ætlum að raðgreina sýni úr öllum þeim sem reynast pósitívir,“ sagði Kári. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/vilhelm „Svo er það líka hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að það myndist úr þessum stökkbreytingum veira sem hefur aðra eiginleika. Þú gætir til dæmis orðið ónæmur fyrir veirunni í dag, smitast svo af henni aftur eftir einn mánuð, eftir að hún er búin að stökkbreytast, og þá kæmist hún fram hjá ónæmiskerfinu.“ Þá sagði Kári veiruna einkum hættulega fyrir tvær sakir – og tók undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Hún dreifir sér mjög hratt og hún vegur mjög harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja. Og ég held að þetta hljóti að vera í fyrsta sinn sem við höfum séð faraldur af þessari gerð breiðast út um allan heim á örskammri stundu. Þannig að ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli.“ Eins og staðan er núna hafa 180 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þá eru 1733 í sóttkví og þrír smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi. Viðtalið við Kára í Bítinu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent