„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent