„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira