Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna.
Fyrsti þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig maður grillar gullost á steypujárnspönnu.
Grillaður Gullostur á steypujárnspönnu með rósmarín, pekanhnetum og hunangi:
Hráefni
Gullostur
Nokkrar rósmarín greinar
Döðlur
Lúka af pekanhnetum
2 msk hunang
Baguett brauð
Olía
Berjasafi
1. Hitið grillið uppí 200 gráður
2. Setjið Gullost á pönnuna
3. Setjið rósmarín, saxaðar döðlur, pekanhentur og hunang yfir
4. Grillið í 10 mínútur eða þangað til osturinn er mjúkur
5. Skerið baguette brauð í littler snittur og bennslið með olíu
6. Grillið brauðið þar til fallega ristað
7. Berið fram með uppáhalds berjasafanum ykkar