Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2020 07:22 Fólki á leigumarkaði hefur fækkað á árinu. Vísir/Vilhelm Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús. Húsnæðismál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús.
Húsnæðismál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira