Lífið

Pétur og Sveppi hringdu í Steinda úr húsbílnum um miðja nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekkert mál fyrir Steinda að taka upp símann.
Ekkert mál fyrir Steinda að taka upp símann.

Sveppi og Pétur skella sér í húsbíl og keyra í átt að gleðistundum. Þeir grilla í mannskapnum, fá sér rautt og kafa djúpt í málefni dagsins í hlaðvarpinu Beint í Húsbílinn.

Á dögunum bjölluðu þeir í Steinþór Hróar klukkan hálf eitt um nótt og svaraði Steindi um hæl. Steindi tók mjög vel í símtalið og ræddi við þá félaga um jólaskreytingar og margt fleira.

„Ég er mjög mikið jólabarn og finnst ég eiginlega vera seinn í skreytingunni í ár ef eitthvað er,“ segir Steindi sem er með gervijólatré.

„Þetta er bara eitthvað plastdrasl sem maður setur seríu á og málið er dautt,“ sagði Steindi en þegar símtalið átti sér stað voru þeir Sveppi og Pétur staddir í húsbíl í Laugardalnum.

Allir þættir eru aðgengilegir á podify.is en hér að neðan má hlusta á símtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×