Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 16:15 Bílaröð fyrir utan Keflavíkurflugvöll síðdegis í dag. Aðsend Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira