Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 14:44 Davíð Kristinsson er varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Vísir/Egill Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent