Samheldni á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 20:33 Enn eru hreyfingar í fjallinu og er spá áframhaldandi rigningu. Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll.
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44
Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42