Í boði eru þrjár útfærslur, Basic, Pro og Lux. Allar gerðir, sem búnar eru tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél, eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn m.a. þegar hlotið fullt hús stiga hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP.
Meðal staðalbúnaðar í Basic, beinskiptri grunngerð Isuzu D-MAX, má nefna aðdráttar- og veltistýri, blindhornaviðvörun, stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og hemlajöfnun, neyðarakreinastýringu auk brekkuaðstoðar og stöðugleikabúnaðar fyrir drátt á aftanívagni.

Burðargeta bílsins er 1.065 kg og dráttargetan 3,5 tonn. Vaðdýpt D-MAX er 80 cm og 24 cm eru undir lægsta punkt.