Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 09:55 Á þessari mynd sést vel hvernig aðstæður eru á Seyðisfirði nú. Húsið Breiðablik fluttist til um tugi metra í nótt þegar skriða féll úr Nautaklauf og mikill vatnselgur, urð og grjót er á götum bæjarins. Vísir/Egill Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14