Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 11:17 Helgustaðavegur út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða. Fjarðabyggð Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020 Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020
Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent