Fjöldatakmarkanir eigi við innandyra sem utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2020 14:48 Áhöld voru um hvort fjöldatakmarkanir ættu við utandyra. Heilbrigðisráðuneytið hefur áréttað að þær eigi við utandyra. Vísir/Vilhelm Reglur um fjöldatakmarkanir gilda jafnt innandyra sem utandyra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði