Fjöldatakmarkanir eigi við innandyra sem utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2020 14:48 Áhöld voru um hvort fjöldatakmarkanir ættu við utandyra. Heilbrigðisráðuneytið hefur áréttað að þær eigi við utandyra. Vísir/Vilhelm Reglur um fjöldatakmarkanir gilda jafnt innandyra sem utandyra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira