Hann segir að verið sé að kanna hve margir bjuggu í húsunum sem urðu fyrir þessari síðustu skriðum, en þau eru minnst tíu. Fyrr í dag óskuðu almannavarnir eftir því að allir íbúar gerðu grein fyrir sér í félagsheimilinu Herðubreið í bænum.
Nú er unnið að því að flytja alla íbúa á brott með hópferðabílum og er undirbúningur hafinn fyrir móttöku þeirra í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum.
