„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 18:24 Þórólfur segir einn einstakling með breska afbrigðið hafa greinst á landamærunum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira