Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 15:01 Júlía Steinunn og Aron voru í settust niður með fréttamanni á Hótel héraði og svöruðu spurningum. Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af. „Það er frekar fúlt svo sem að fá ekki að fara heim til sín svona rétt fyrir jól,“ segir Aron og Júlía Steinunn tekur undir að það sé mjög leiðinlegt. Þau sakna þess að vera ekki heima hjá sér svona rétt fyrir jólin. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Aron og Júlíu Steinunni á Hótel héraði í dag. Saknar þess að gera snjóhús með vinum sínum „Að vera úti að leika fyrir jólin með vinunum, gera snjóhús og renna sér,“ segir Aron. Hann segir að fjölskyldan hafi keypt á hann föt á Egilsstöðum en hann saknar þeirra einna helst þó hann kysi að hafa ýmislegt sem sé í húsinu heima á Seyðisfirði. „Við vorum hjá vinkonu okkar, í herbergi, og svo slökknuðu ljósin. Ég var í leik sem þurfti net og þá sá ég að ég gat ekki lengur farið í hann. Okkur grunaði svo sem fljótt að rafmagnið hefði farið af vegna einhverrar skriðu.“ Aron segist ekki beint hafa verið hræddur. Heyrðu að fjallið væri nánast farið „Mig langaði mest að vita hvað var að gerast. Síðan hringdi mamma vinkonu okkar í manninn sinn sem var í slökkvliðinu sem sagði að það hefði komið önnur skriða. Fjallið væri nánast farið. Eða mjög stór hluti af því,“ segir Aron. Júlía Steinunn bætir við að þau hafi verið á leið í félagsheimilið Herðubreið þegar stóra skriðan féll. „Mér leið mjög skringilega að sjá þetta,“ segir Júlía Steinunn. Óráðið er með framhaldið hjá þeim báðum en heimili beggja eru í lagi. „Við erum að pæla hvort við eigum að vera á Seyðisfirði hjá ömmu minni eða fara suður. En ég held við megum allavega sækja dót en ekki gista,“ segir Aron. „Ég fer örugglega bara til ömmu og gisti þar,“ bætir Júlía Steinunn við. Hlakka til þegar lífið verður eðlilegt á ný Aron segist vera kvíðinn fyrir því að sjá eyðilegginguna í bænum, með berum augum. Öll þessi hús sem hann hafi leikið sér í kringum. Júlía tekur undir en vonast samt til að geta farið á rúntinn með móður sinni og tekið út bæinn þeirra. Þau hlakka til þegar allt kemst í sinn vanagang. „Að maður geti tekið hjólatúr eða göngutúr, án þess að það séu sérstök svæði. Það er frekar fúlt að fá ekki að fara inn á sum svæðin,“ segir Aron. Júlía Steinunn hlakkar til að hitta vini sína og leika á ný, eins og áður. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Tengdar fréttir Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Það er frekar fúlt svo sem að fá ekki að fara heim til sín svona rétt fyrir jól,“ segir Aron og Júlía Steinunn tekur undir að það sé mjög leiðinlegt. Þau sakna þess að vera ekki heima hjá sér svona rétt fyrir jólin. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Aron og Júlíu Steinunni á Hótel héraði í dag. Saknar þess að gera snjóhús með vinum sínum „Að vera úti að leika fyrir jólin með vinunum, gera snjóhús og renna sér,“ segir Aron. Hann segir að fjölskyldan hafi keypt á hann föt á Egilsstöðum en hann saknar þeirra einna helst þó hann kysi að hafa ýmislegt sem sé í húsinu heima á Seyðisfirði. „Við vorum hjá vinkonu okkar, í herbergi, og svo slökknuðu ljósin. Ég var í leik sem þurfti net og þá sá ég að ég gat ekki lengur farið í hann. Okkur grunaði svo sem fljótt að rafmagnið hefði farið af vegna einhverrar skriðu.“ Aron segist ekki beint hafa verið hræddur. Heyrðu að fjallið væri nánast farið „Mig langaði mest að vita hvað var að gerast. Síðan hringdi mamma vinkonu okkar í manninn sinn sem var í slökkvliðinu sem sagði að það hefði komið önnur skriða. Fjallið væri nánast farið. Eða mjög stór hluti af því,“ segir Aron. Júlía Steinunn bætir við að þau hafi verið á leið í félagsheimilið Herðubreið þegar stóra skriðan féll. „Mér leið mjög skringilega að sjá þetta,“ segir Júlía Steinunn. Óráðið er með framhaldið hjá þeim báðum en heimili beggja eru í lagi. „Við erum að pæla hvort við eigum að vera á Seyðisfirði hjá ömmu minni eða fara suður. En ég held við megum allavega sækja dót en ekki gista,“ segir Aron. „Ég fer örugglega bara til ömmu og gisti þar,“ bætir Júlía Steinunn við. Hlakka til þegar lífið verður eðlilegt á ný Aron segist vera kvíðinn fyrir því að sjá eyðilegginguna í bænum, með berum augum. Öll þessi hús sem hann hafi leikið sér í kringum. Júlía tekur undir en vonast samt til að geta farið á rúntinn með móður sinni og tekið út bæinn þeirra. Þau hlakka til þegar allt kemst í sinn vanagang. „Að maður geti tekið hjólatúr eða göngutúr, án þess að það séu sérstök svæði. Það er frekar fúlt að fá ekki að fara inn á sum svæðin,“ segir Aron. Júlía Steinunn hlakkar til að hitta vini sína og leika á ný, eins og áður.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Tengdar fréttir Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20