Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 16:13 Marek og Brimir eru svo sannarlega vinir í raun. Vísir/Vilhelm Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. „Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum. Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum.
Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira