„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 17:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. „Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira