Hlé gert á hreinsunarstörfum vegna jóla og veðurspár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 19:39 Björgunarsveitarmenn og aðrir hafa verið við vinnu á Seyðisfirði í dag. Vísir/Vilhelm Hlé hefur verið gert á hreinsunarstörfum og viðgerðum á Seyðisfirði, eftir skriðuföll síðustu daga, vegna óhagstæðrar veðurspár og jólahátíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannnavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir jafnframt að vinna við að tryggja brak og lausamuni í dag hafi gengið vel. Unnið var að því að styrkja hús sem urðu fyrir skriðum og brak og lausamunir fjarlægðir eða fergdir. Áfram er hættustig í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta í gildi vegna skriðuhættu. Þar til hreinsunarstarf hefst á ný verður tíminn nýttur til þess að skipuleggja næstu skref og kærkomin hvíld fyrir viðbragðsaðila og aðra sem staðið hafa vaktina óslitið síðustu viku. Hluti íbúa hefur snúið aftur heim en aðrir sem kusu að halda jólin annars staðar eða geta ekki snúið aftur heim þar sem húsnæði þeirra er innan rýmingarsvæða hafa fengið aðstoð við að finna húsnæði þar til óhætt verður að snúa aftur. Vel er fylgst með því hvernig skriðusvæðið bregst við hlýnun næstu daga og verður staðan metin um leið og aftur kólnar og aðstæður verða hagstæðari. Ákvörðun um stöðu rýmingar verður tekin 27. desember. Þjónustumiðstöð almannavarna opnar næst í Herðubreið 27. Desember kl 11, en yfir jólin er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is og ef erindið er brýnt má hringja í 839 9931. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannnavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir jafnframt að vinna við að tryggja brak og lausamuni í dag hafi gengið vel. Unnið var að því að styrkja hús sem urðu fyrir skriðum og brak og lausamunir fjarlægðir eða fergdir. Áfram er hættustig í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta í gildi vegna skriðuhættu. Þar til hreinsunarstarf hefst á ný verður tíminn nýttur til þess að skipuleggja næstu skref og kærkomin hvíld fyrir viðbragðsaðila og aðra sem staðið hafa vaktina óslitið síðustu viku. Hluti íbúa hefur snúið aftur heim en aðrir sem kusu að halda jólin annars staðar eða geta ekki snúið aftur heim þar sem húsnæði þeirra er innan rýmingarsvæða hafa fengið aðstoð við að finna húsnæði þar til óhætt verður að snúa aftur. Vel er fylgst með því hvernig skriðusvæðið bregst við hlýnun næstu daga og verður staðan metin um leið og aftur kólnar og aðstæður verða hagstæðari. Ákvörðun um stöðu rýmingar verður tekin 27. desember. Þjónustumiðstöð almannavarna opnar næst í Herðubreið 27. Desember kl 11, en yfir jólin er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is og ef erindið er brýnt má hringja í 839 9931.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15
Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16
Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54