„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 14:11 Kári Stefánsson hefur verið í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur um aukinn aðgang Íslands að bóluefni. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37