„Sólin gerir lítið sem ekkert gagn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 10:30 Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Sylvía Hall Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og rigningu á morgun og taka gular veðurviðvaranir gildi um land allt í kring um miðnætti í kvöld. Hressileg suðvestanátt sem blés á landinu í gær er nú að ganga niður og tekið að draga úr éljum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að um hádegisbil í dag verði vindur yfirleitt orðinn hægur og tekur að kólna í hægum vindinum „því sólin gerir lítið sem ekkert gagn til upphitunar á þessum árstíma,“ líkt og veðurfræðingur orðar það. Frost verður á bilinu núll til tíu stig í dag, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Þá er í kvöld búist við vaxandi norðanátt með éljum norðan og austan til en þurrt syðra. „Á morgun er gert ráð fyrir að norðanáttin nái styrk hvassviðris eða storms. Búast má við rigningu eða slyddu á láglendi norðan- og austanlands, en hríð til fjalla. Undir kvöld kólnar heldur á þessum slóðum og úrkoman á láglendi færir sig yfir í snjókomu eða slyddu. Á sunnanverðu landinu á morgun verður úrkomulítið og hiti á bilinu 1 til 5 stig, en varasamir vindstrengir við fjöll eins og svo oft áður í norðanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Samkvæmt uppfærðri veðurspá tekur gul viðvörun gildi um landið allt í kringum miðnætti í kvöld, en ekki aðeins á Norður- og Austurlandi líkt og fyrri spá gerði ráð fyrir.Veðurstofa Íslands Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofunnar: Minnkandi suðvestanátt og él. Breytileg átt 3-8 m/s um hádegi og él á stöku stað. Frost 0 til 10 stig í dag, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Vaxandi norðanátt í kvöld með éljum um landið norðan- og austanvert, en þurrt sunnan heiða. Norðan og norðaustan 15-23 m/s á morgun. Rigning eða slydda á láglendi norðan- og austanlands og hiti yfir frostmarki, en snjókoma eða slydda undir kvöld og kólnar heldur. Úrkomulítið á sunnanverðu landinu og hiti 1 til 5 stig. Á mánudag Norðan 8-13 m/s, en 13-18 austanlands. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðan 8-13 allra austast á landinu. Dálítil snjókoma norðvestantil, annars skýjað með köflum, en bjartviðri sunnanlands. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Á miðvikudag og fimmtudag (gamlársdagur) Breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á stöku éljum í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á föstudag (nýársdagur) Suðlæg átt og víða bjartviðri og frost, en skýjað með vesturströndinni og hiti rétt yfir frostmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Viðbúið er að um hádegisbil í dag verði vindur yfirleitt orðinn hægur og tekur að kólna í hægum vindinum „því sólin gerir lítið sem ekkert gagn til upphitunar á þessum árstíma,“ líkt og veðurfræðingur orðar það. Frost verður á bilinu núll til tíu stig í dag, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Þá er í kvöld búist við vaxandi norðanátt með éljum norðan og austan til en þurrt syðra. „Á morgun er gert ráð fyrir að norðanáttin nái styrk hvassviðris eða storms. Búast má við rigningu eða slyddu á láglendi norðan- og austanlands, en hríð til fjalla. Undir kvöld kólnar heldur á þessum slóðum og úrkoman á láglendi færir sig yfir í snjókomu eða slyddu. Á sunnanverðu landinu á morgun verður úrkomulítið og hiti á bilinu 1 til 5 stig, en varasamir vindstrengir við fjöll eins og svo oft áður í norðanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Samkvæmt uppfærðri veðurspá tekur gul viðvörun gildi um landið allt í kringum miðnætti í kvöld, en ekki aðeins á Norður- og Austurlandi líkt og fyrri spá gerði ráð fyrir.Veðurstofa Íslands Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofunnar: Minnkandi suðvestanátt og él. Breytileg átt 3-8 m/s um hádegi og él á stöku stað. Frost 0 til 10 stig í dag, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Vaxandi norðanátt í kvöld með éljum um landið norðan- og austanvert, en þurrt sunnan heiða. Norðan og norðaustan 15-23 m/s á morgun. Rigning eða slydda á láglendi norðan- og austanlands og hiti yfir frostmarki, en snjókoma eða slydda undir kvöld og kólnar heldur. Úrkomulítið á sunnanverðu landinu og hiti 1 til 5 stig. Á mánudag Norðan 8-13 m/s, en 13-18 austanlands. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðan 8-13 allra austast á landinu. Dálítil snjókoma norðvestantil, annars skýjað með köflum, en bjartviðri sunnanlands. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Á miðvikudag og fimmtudag (gamlársdagur) Breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á stöku éljum í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á föstudag (nýársdagur) Suðlæg átt og víða bjartviðri og frost, en skýjað með vesturströndinni og hiti rétt yfir frostmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira